Í Spectre heldur atburðarásin áfram þar sem frá var horfið í Skyfall. Hinn nýi M, sem Ralph Fiennes leikur, glímir við að halda M16 á floti eftir árásir Raouls Silva í Skyfall, sem opinberuðu veikleika stofnunarinnar og kostuðu hana traust stjórnvalda. Á sama tíma berast James Bond dularfull skilaboð sem koma honum á spor glæpasamtakanna Spectre þar sem gamall óvinur, Franz Oberhauser, ræður ríkjum og á harma að hefna ...