Dag einn kemur flöskuskeyti frá Suðurhafinu til Línu. Í flöskunni er bréf frá pabba hennar, Langsokk skipstjóra. Hann hefur verið tekinn til fanga af sjóræningjum og biður nú sterku dóttur sína um hjálp. Lína hikar ekki í eina sekúndu. Ásamt Tomma og Önnu leggur hún af stað til Suðurhafsins til að bjarga pabba sínum.En það eru margar hættur á leiðinni og það verður ennþá hættulegra þegar þau koma til staðarins þar sem sjóræningjar ráða ríkjum.